Þjóðleikhúsið Yerma ★★★·· Eftir Simon Stone, byggt á samnefndu leikriti eftir Federico García Lorca. Íslensk þýðing: Júlía Margrét Einarsdóttir. Leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson. Leikmynd: Börkur Jónsson. Tónlist og tónlistarstjórn: Gulli Briem. Búningar: Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir. Lýsing: Garðar Borgþórsson. Myndbandshönnun: Ásta Jónína Arnardóttir. Hljóðhönnun: Brett Smith. Hljóðfæraleikarar: Gulli Briem, Valdimar Olgeirsson og Snorri Sigurðarson. Leikarar: Björn Thors, Guðjón Davíð Karlsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir. Frumsýning á Stóra sviði Þjóðleikhússins fimmtudaginn 26. desember 2024.
Leiklist
Silja Björk
Huldudóttir
Barneignir eru lykilþema í jólasýningum stóru atvinnuleikhúsanna tveggja í höfuðborginni að þessu sinni. Í Borgarleikhúsinu notar Tennessee Williams í Ketti á heitu blikkþaki spurninguna um hugsanlegan erfingja til að beina sjónum að grimmu valdatafli innan tengslarofinnar fjölskyldu um miðja síðustu öld meðan Simon Stone vinnur í Yermu í Þjóðleikhúsinu með barnleysi sem persónulegan harmleik ónafngreindrar konu.
Stone smíðar verk sitt, sem frumsýnt var í Bretlandi 2016, á samnefndu leikriti eftir Federico García Lorca sem skrifað var og frumsýnt á Spáni fyrir 90 árum sem hluta af sveitaþríleik sem samanstendur af Blóðbrúðkaupi (1933), Yermu (1934) og Húsi Bernörðu
...