Erfitt val í vandfyllt skarð bíður sjálfstæðismanna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fv. forsætisráðherra, hefur boðað að hann taki ekki kosningu á Alþingi eftir að hafa setið þar í 21 ár. Hann gefur ekki kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum á komandi landsfundi eftir að hafa leitt flokk sinn í 16 ár, þar af 11 ár í ríkisstjórn, bæði á erfiðum umbrotatímum hrunsáranna og mestu uppgangstímum þjóðarinnar, sem á eftir sigldu og hann átti ríkan þátt í að skapa.

Þegar svo öflugur forystumaður kjölfestustjórnmálaflokks, einn helsti áhrifamaður landsins, kveður eftir svo langan feril verða kaflaskil.

Bjarni situr áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins fram á landsfund, þegar nýr formaður verður kjörinn á stærstu pólitísku samkundu landsins. Hins vegar er ekkert greypt í stein um hvenær það verður.

Í fyrra

...