„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð
Ró Fjölskyldan að Staðarhrauni hefur búið þar frá árinu 2021.
Ró Fjölskyldan að Staðarhrauni hefur búið þar frá árinu 2021. — Ljósmynd/Guðdís Jónsdóttir

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

„Ég heyrði svona drunur í húsinu,“ segir Jakob Arnar Eyjólfsson, bóndi á Staðarhrauni við mynni Hítardals, þegar hann lýsir upplifun sinni af því þegar stærsti skjálftinn reið yfir í Ljósufjallakerfinu helgina fyrir jól, en sá átti upptök sín við Grjótarvatn og mældist 3,2 að stærð. „Ég fann töluvert meira fyrir skjálftunum í Grindavík rétt áður en það fór að gjósa þar,“ segir Jakob. Bændur á Mýrum í Borgarfirði eru ekki sérlega órólegir þrátt fyrir jarðhræringar

...