Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handbolta, verður í þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins á HM sem hefst í næstu viku. Handbolti.is greinir frá. Roland verður þeim Björgvini Páli Gústavssyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni markvörðum liðsins til halds og trausts. Roland þekkir stórmót í handbolta ansi vel. Hann var í þjálfarateymi Geirs Sveinssonar frá 2016 til 2018 og lék sjálfur á fimm stórmótum með íslenska liðinu.