Að minnsta kosti 126 manns fórust eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Tíbet í gærmorgun, með þeim afleiðingum að fjöldi húsa hrundi í héraðinu. Um 188 manns hið minnsta slösuðust í jarðskjálftanum, en að sögn kínversku Xinhua-fréttastofunnar urðu rúmlega þúsund hús fyrir skemmdum
Kína Fjöldi húsa skemmdist í borginni Shigatse í Tíbet-héraði, en jarðskjálftinn mældist 7,1 að stærð. Að minnsta kosti 126 dóu í hamförunum.
Kína Fjöldi húsa skemmdist í borginni Shigatse í Tíbet-héraði, en jarðskjálftinn mældist 7,1 að stærð. Að minnsta kosti 126 dóu í hamförunum. — AFP

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Að minnsta kosti 126 manns fórust eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir Tíbet í gærmorgun, með þeim afleiðingum að fjöldi húsa hrundi í héraðinu. Um 188 manns hið minnsta slösuðust í jarðskjálftanum, en að sögn kínversku Xinhua-fréttastofunnar urðu rúmlega þúsund hús fyrir skemmdum.

Skjálftinn var 7,1 að stærð og var hann á um 10 kílómetra dýpi að mati jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Fannst skjálftinn einnig vel í Katmandú, höfuðborg Nepal, og á Indlandi.

Xi Jinping Kínaforseti sagði í gær að leit og björgun væri nú í fullum gangi til þess að reyna að draga úr mannskaða vegna skjálftans eins og mögulegt væri. Þá væru stjórnvöld nú að koma þeim íbúum héraðsins sem misst hefðu hús sín í skjól til að tryggja öryggi og hlýju yfir veturinn,

...