Hjálmar segir að starfsmenn TM hafi unnið þrekvirki við frágang eftir mikið tjón í Kringlunni á síðasta ári.
Hjálmar segir að starfsmenn TM hafi unnið þrekvirki við frágang eftir mikið tjón í Kringlunni á síðasta ári. — Morgunblaðið/Karitas

Í nýrri þjónustukönnun Prósents á fyrirtækjamarkaði varðandi tryggingafélög mældist TM með langhæsta meðmælaskor tryggingafélaganna hjá stærri fyrirtækjum, eða 37. VÍS mældist með 17 og Vörður og Sjóvá með 9.

Hjá stærri fyrirtækjum (heildarvelta 1.000 milljónir eða meira) mældist TM marktækt hæst á öllum spurningum könnunarinnar, þ.e. varðandi heildaránægju, þjónustuhraða, ánægju með frumkvæði, traust og sem fyrsti valkostur.

Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs og staðgengill forstjóra hjá TM, segir aðspurður í samtali við ViðskiptaMoggann að lykillinn sé stöðugleiki og mikil þekking starfsfólks. „Það er mjög breið þekking hér innanhúss. Hér erum við til dæmis með vélstjóra og fólk með skipstjórnarréttindi, starfsmenn sem geta talað sama tungumál og viðskiptavinirnir,“ segir Hjálmar.

...