Áhrif Steina Vasulka þegar hún sýndi á Listahátíð í Reykjavík árið 2000.
Áhrif Steina Vasulka þegar hún sýndi á Listahátíð í Reykjavík árið 2000.

„Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur eru stolt af samstarfi safnanna að yfirgripsmikilli sýningu á verkum myndlistarkonunnar Steinu Vasulka. Sýningin verður opnuð í báðum söfnum 4. október 2025 og tekur þá yfir tvö stærstu listasöfn landsins,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að Steina sé „einn helsti frumkvöðull vídeólistar og nýmiðlunar í heiminum og brautryðjandi og áhrifamanneskja á sviði samtímalistar hérlendis. Með verkum sínum hefur hún tengt saman vídeólist, tónlist og tækni á einstaklega skapandi og frjóan hátt. Sýningin er fyrsta stóra yfirlitssýningin á verkum Steinu hér á landi. Hún var upphaflega skipulögð í Bandaríkjunum undir heitinu Playback og sett þar upp á tveimur söfnum árið 2024 en hér á landi verður hún viðameiri að umfangi og inntaki“.