Páll Valgeir Sigurðsson (Palli) fæddist í Reykjavík 3. maí 1940. Hann lést á líknardeild Landspítalans 18. desember 2024.

Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Helgadóttir og Sigurður Guðmundsson. Páll var yngstur í hópi sjö systkina. Hin eru Rósa, f. 1926, Matta, f. 1928, d. 2022, Adda, f. 1930, Mummi, f. 1932, d. 2018, Guðný, f. 1935, og Bubba, f. 1938, d. 1995.

Árið 1961 kynntist Palli eftirlifandi eiginkonu sinni Ídu Bjarneyju Einarsdóttur, f. 26. júní 1942. Þau eignuðust tvö börn. Eldri er Jóna Ingunn, f. 20. apríl 1964. Hún á tvö börn, Eyjólf Aðalstein, unnusta hans er Hrefna Erna og eignuðust þau þrjú börn, og Ídu Bjarneyju sem gift er Þórarni Emil og eiga þau tvö börn. Yngra barn Palla og Ídu er Einar Freyr, f. 16. júlí 1974, eiginkona hans er Hrund Þórhallsdóttir og eiga þau tvö börn, Júlíu og

...