Vignir Daníel Lúðvíksson fæddist 1. janúar 1935. Hann lést 17. desember 2024.

Útför hans fór fram 6. janúar 2025.

Elsku afi okkar.

Þú varst einstakur maður með gott hjartalag og einstaklega handlaginn, enda bæði vélstjóri og járnsmiður. Þú hafðir mikla mannkosti til að bera, með jafnaðargeð, góður í að hlusta og barst virðingu fyrir öllum. Þú varst okkur mikil fyrirmynd.

Ekki þurftum við systkinin að fara langt til að upplifa þá hlýju og þann kærleika sem þið amma veittuð okkur og þess vegna var alltaf jafn ánægjulegt að hlaupa upp Hjallaveginn til ykkar. Það var eitthvað sérstakt við að fá að hjálpa til við kartöflutínslu í garðinum, þar sem gleði var alltaf við völd. Allar ferðirnar sem við fórum saman í berjamó og að tína steina í fjörunni stóðu mikið upp

...