Séra Hjálmar Jónsson sendir skemmtilega kveðju: „Á aðventunni fór ég að huga að jólagjöfum handa mínum nánustu. Bókagjafir tíðkast mjög í fjölskyldunni og meðan ég handlék eigulegar bækur, þungar, myndaðist þetta: Alltaf til jólanna heilmikið hlakka, um hugann fer mildur þeyr

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Séra Hjálmar Jónsson sendir skemmtilega kveðju: „Á aðventunni fór ég að huga að jólagjöfum handa mínum nánustu. Bókagjafir tíðkast mjög í fjölskyldunni og meðan ég handlék eigulegar bækur, þungar, myndaðist þetta:

Alltaf til jólanna heilmikið hlakka,

um hugann fer mildur þeyr.

Nú tók ég mig saman og setti í pakka

60 kíló af Geir.

Ingólfur Ómar Ármannsson skrifar þættinum að nú sé hann svalur og spáð frosti fram á föstudag, „en það var bjart og fallegt veður hér syðra í dag ef marka má spána.“ Af því tilefni yrkir hann fallega oddhendu:

Emja náföl ýlustrá

ísagljáa

...