Tónlistarmaðurinn Kristófer Hlífar gaf á haustmánuðum út stuttskífu með fjórum lögum með titlinum Ferðalag. Hefur platan sú að geyma sálar- eða djassskotið popp, í anda þess sem vinsælt var á áttunda áratug síðustu aldar, eins og Kristófer lýsir því, með íslenskum textum
Vínylmaður „Ég er mikill vínilmaður, finnst þetta svo fallegt format,“ segir Kristófer Hlífar sem sent hefur frá sér stuttskífuna Ferðalag.
Vínylmaður „Ég er mikill vínilmaður, finnst þetta svo fallegt format,“ segir Kristófer Hlífar sem sent hefur frá sér stuttskífuna Ferðalag.

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Tónlistarmaðurinn Kristófer Hlífar gaf á haustmánuðum út stuttskífu með fjórum lögum með titlinum Ferðalag. Hefur platan sú að geyma sálar- eða djassskotið popp, í anda þess sem vinsælt var á áttunda áratug síðustu aldar, eins og Kristófer lýsir því, með íslenskum textum. Umfjöllunarefni Kristófers eru ýmis í textum plötunnar, til að mynda gömul hverfisbúð sem mögulega er farin upp til himna og linnulaus tölvupóstur.

Plötuna vann Kristófer að mestu sjálfur, samdi lög og texta, útsetti og sá um upptökustjórn, hljóðblandaði og masteraði. Hann segir að verkefnið hefði þó aldrei orðið að veruleika án aðkomu frábærs hóps hljóðfæraleikara, m.a. þeirra Borgþórs Jónssonar, Sólrúnar Mjallar og Sigurðar Flosasonar. Sigurður á einmitt glæsilegt saxófónsóló

...