Óvíst er með þátttöku Arons Pálmarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, á heimsmeistaramótinu sem hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi 14. janúar. Þetta staðfesti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali…
Óvíst er með þátttöku Arons Pálmarssonar, fyrirliða íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, á heimsmeistaramótinu sem hefst í Króatíu, Danmörku og Noregi 14. janúar.
Þetta staðfesti Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska liðsins, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins í Víkinni í gær.
Aron glímir við meiðsli í kálfa og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn en Ómar Ingi Magnússon verður einnig fjarri góðu gamni á mótinu vegna ökklameiðsla.
„Eins og staðan er í dag erum við að púsla liðinu saman án Ómars Inga Magnússonar og Arons Pálmarssonar,“ sagði Snorri Steinn við Morgunblaðið.
„Aron hefur ekkert æft með okkur og eins og staðan er í dag þá spilar hann
...