Haraldur Ólafsson
Ríkisstjórn Íslands hefur óskað eftir tillögum til sparnaðar. Það er sjálfsagt að bregðast við því kalli. Núverandi fyrirkomulag á samskiptum við þau ríki sem eftir eru í Evrópusambandinu, eftir að Bretar yfirgáfu það, er dýrt. Kostnaðurinn við þetta fyrirkomulag, sem að mestu markast af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið, er margþættur og þar er svigrúm til sparnaðar.
Í fyrsta lagi er um að ræða það sem kalla má aðildargjöld að EES. Það eru um þrír milljarðar á ári, eftir því sem næst verður komist. Líta má svo á að um aðgangseyri sé að ræða að sameiginlegum markaði Evrópusambandsins. Það er kyndugt, því ekkert slíkt gjald var innheimt fyrir aðild að fríverslunarsamtökunum EFTA og það felst mótsögn í því að njóta tollfrelsis en þurfa samt að greiða fyrir markaðsaðgang. Það kyndugasta er þó að Íslendingar njóta ekki
...