Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í fyrirspurn Alva fasteigna ehf. um að breyta fasteigninni Rauðarárstíg 27-29 í gistihús. Rauðarárstígur 27-29 er rauðbrúnt hús sem margir kannast við
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í fyrirspurn Alva fasteigna ehf. um að breyta fasteigninni Rauðarárstíg 27-29 í gistihús.
Rauðarárstígur 27-29 er rauðbrúnt hús sem margir kannast við. Utanríkisráðuneytið hafði húsnæðið á leigu en ráðuneytið hefur sem kunnugt er flutt starfsemi sína í nýja Landsbankahúsið í miðborginni.
Eigandi hússins sendi sumarið 2023 erindi til byggingarfulltrúa Reykjavíkur þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 18 íbúðir á 2.-4. hæð. Byggingarfulltrúinn sendi erindið til skipulagsfulltrúa og óskaði umsagnar um það. Tók skipulagsfulltrúi jákvætt í það.
Nú hefur málið tekið aðra stefnu. Ekki voru sendar inn teikningar af
...