60 ára Guðbjörg ólst upp í Hlíðunum í Reykjavík en býr á Holtinu í Hafnarfirði. Hún er kennaramenntuð og er þjónustufulltrúi rekstrar hjá Kennarasambandinu. Áhugamálin eru lestur, menntun, samvera og uppátæki með fjölskyldu og vinum.
Fjölskylda Eiginmaður Guðbjargar er Holgeir Jónsson, f. 1963, járnsmiður og starfar hjá Vélsmiðju Odds og Víglundar. Börn þeirra eru Ragnar Jóhann, f. 1986, og Berglind Anna, f. 1991. Barnabörnin eru orðin fimm. Öll fjölskyldan býr í Hafnarfirði. Foreldrar Guðbjargar voru Ragnar Jóhann Guðjónsson, f. 1940, d. 2011, húsgagnasmiður, og Ólöf Hermannsdóttir, 1931, d. 2007, sérkennari.