Hilma Magnúsdóttir fæddist 29. apríl 1931 á Bakka I í Skeggjastaðahreppi, N-Múlasýslu. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu á Vífilsstöðum 7. desember 2024.
Foreldrar hennar voru þau Járnbrá N. Friðriksdóttir, f. 1907, d. 1991, og Magnús Valdimarsson, f. 1892, d. 1960.
Systkini hennar eru Erla, f. 1932, látin, Ragna, f. 1936, látin, Ásta, f. 1943, og Sverrir f. 1950.
Hilma nam hjúkrun og starfaði á sjúkrahúsum hér á landi, en einnig í Danmörku og Noregi. Hún sérhæfði sig í röntgentækni og vann lengst af á röntgendeild Landakotsspítala.
Eftirlifandi maki Hilmu er Björn Karlsson, f. 1936. Þeim varð ekki barna auðið.
Útförin fer fram frá Garðakirkju í dag, 9. janúar 2025, kl.
...