Sverrir Tryggvason fæddist á Þórshöfn á Langanesi 25. mars 1930. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 12. desember 2024.
Foreldrar hans voru Tryggvi Sigfússon og Stefanía Kristjánsdóttir.
Sverrir átti tólf systkini en átta þeirra náðu fullorðinsaldri. Eftirlifandi eru Ólafur og Sigurlaug.
Sverrir giftist Sigríði Þorsteinsdóttur, f. 8.1. 1935, þann 25.3. 1956. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Björnsson og Ólöf Kristjánsdóttir.
Sigríður og Sverrir eignuðust þrjú börn, þau Þorstein, Sóleyju og Stefán. Þorsteinn býr í Svíþjóð og er giftur Önnu-Karin, hann á tvö börn og tvö barnabörn. Sóley er gift Jóni Kr. Ólafssyni og á hún þrjú börn. Stefán býr í Svíþjóð, sambýliskona hans er Nymp og á hann tvö börn og tvö
...