Næstur? Zinedine Zidane var afar sigursæll hjá Real Madrid.
Næstur? Zinedine Zidane var afar sigursæll hjá Real Madrid. — AFP/Franck Fife

Didier Deschamps tilkynnti í fyrrakvöld að hann myndi hætta sem þjálfari franska karlalandsliðsins í knattspyrnu eftir heimsmeistaramótið í Vesturheimi á næsta ári. Hann verður því alls í fjórtán ár í starfi. Franska íþróttadagblaðið L’Equipe segir að langlíklegast sé að hans gamli samherji í franska landsliðinu, Zinedine Zidane, taki við, en hann hefur ekki stýrt liði frá því að hann hætti hjá Real Madrid árið 2021.