Næsta verkefni landsliðsins er að keppa á heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem fram fer í nóvember árið 2026. Undirbúningur er þegar hafinn og meðal verkefna klúbbsins er að fjármagna allt sem til þarf fyrir keppnina
Forseti Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. Hátíðarkvöldverðurinn er aðalliðurinn í fjáröflun fyrir íslenska kokkalandsliðið fyrir heimsmeistaramótið sem framundan er árið 2026.
Forseti Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, hefur staðið í ströngu síðustu daga að undirbúa einn glæsilegasta hátíðarkvöldverð sem haldinn er hér á landi ásamt klúbbfélögum. Hátíðarkvöldverðurinn er aðalliðurinn í fjáröflun fyrir íslenska kokkalandsliðið fyrir heimsmeistaramótið sem framundan er árið 2026. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sjöfn Þórðardóttir

sjofn@mbl.is

Næsta verkefni landsliðsins er að keppa á heimsmeistaramótinu í matreiðslu sem fram fer í nóvember árið 2026. Undirbúningur er þegar hafinn og meðal verkefna klúbbsins er að fjármagna allt sem til þarf fyrir keppnina. Fram undan er stærsta fjáröflun klúbbsins, Hátíðarkvöldverður Klúbbs matreiðslumeistara, sem þykir sá glæsilegasti sem sögur fara af hér á landi og víðar.

Þórir er matreiðslumeistari með meistaragráðu í gestrisni og ferðaþjónustustjórnun frá Háskólanum í Suður-Karólínu. Hann er uppalinn á Eyrarbakka en hefur búið á Selfossi undanfarin ár.

Hann hefur mikinn metnað fyrir hönd klúbbsins, íslenska kokkalandsliðsins og matargerðar á Íslandi. Hann hefur lagt sitt af mörkum til að gera Ísland eftirsóknarvert þegar kemur að matargerð

...