Til að þjóðaratkvæðagreiðsla sé marktæk er lykilatriði að þjóðin fái góðar og greinargóðar upplýsingar um hvað felst í aðildarviðræðum.
Ingibjörg Isaksen
Ingibjörg Isaksen

Ingibjörg Isaksen

Undanfarið hefur umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna við Evrópusambandið (ESB) vakið athygli og verið áhugavert að lesa hinar ólíku hliðar og sjónarmið í þessari umræðu. Mikilvægt er þó að skýra að slík atkvæðagreiðsla snýst ekki um framhald eldri viðræðna heldur um upphaf nýrra viðræðna – og þar liggur verulegur munur.

Upplýst þjóð er lykilatriði

Til að slík þjóðaratkvæðagreiðsla sé marktæk er lykilatriði að þjóðin fái góðar og greinargóðar upplýsingar um hvað felst í slíkum viðræðum. Hverjir eru kostirnir og gallarnir? Hvað getur Ísland fengið frá ESB sem ekki er þegar til staðar í gegnum EES-samninginn?

Ef þjóðin kysi að hefja viðræður við ESB væri ekki um einfalt framhald eldri viðræðna að ræða. Evrópusambandið hefur

...