Dagbjört Andrésdóttir óperusöngkona hlaut í gær styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens fyrir verkefnið Fyrir allra augum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri veitti henni styrkinn við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur
Fyrir allra augum Frá veitingu styrks úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens. F.v. Gunnlaugur Briem fyrir hönd minningarsjóðsins, Dagbjört, Elín og Einar.
Fyrir allra augum Frá veitingu styrks úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens. F.v. Gunnlaugur Briem fyrir hönd minningarsjóðsins, Dagbjört, Elín og Einar. — Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Dagbjört Andrésdóttir óperusöngkona hlaut í gær styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsens fyrir verkefnið Fyrir allra augum. Einar Þorsteinsson borgarstjóri veitti henni styrkinn við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Fyrir allra augum stóð að gerð heimildarmyndarinnar Acting Normal With CVI (e. cerebral visual impairment) sem segir frá vangreindum sjúkdómi, heilatengdri sjónskerðingu, sem Dagbjört glímir við. Heilatengd sjónskerðing er regnhlífarheiti yfir sjónskerðingar eða blindu sem orsakast af skemmdum á sjónbraut og/eða sjónúrvinnslustöðvum í heilanum. Dagbjört er 33 ára baráttukona sem var greind með heilatengda sjónskerðingu þegar hún var 26 ára gömul. Hún hefur tekist á við sjúkdóminn af mikilli þrautseigju og lært að syngja þótt hún geti ekki lesið nótur. Að verkefninu Fyrir allra augum standa þær Dagbjört, Bjarney Lúðvíksdóttir og Elín Sigurðardóttir, en með gerð myndarinnar vilja þær vekja athygli

...