Þétting byggðar í Reykjavík hefur ekki tekist nógu vel upp á síðustu árum og áhersluna á mjög þétta og háa byggð við borgarlínustöðvar þarf sömuleiðis að endurskoða. Þetta er mat Magnúsar Skúlasonar arkitekts sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili sínu við Klapparstíg í Reykjavík
Viðtal
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þétting byggðar í Reykjavík hefur ekki tekist nógu vel upp á síðustu árum og áhersluna á mjög þétta og háa byggð við borgarlínustöðvar þarf sömuleiðis að endurskoða.
Þetta er mat Magnúsar Skúlasonar arkitekts sem tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara á heimili sínu við Klapparstíg í Reykjavík.
Magnús lærði arkitektúr við Oxford School of Architecture á sjöunda áratugnum og var einn af stofnendum Torfusamtakanna sem beittu sér fyrir endurreisn Bernhöftstorfunnar. Magnús var jafnframt einn af stofnendum Íbúasamtaka Vesturbæjar árið 1977 og varð síðar fyrsti formaður Íbúasamtaka Miðborgarinnar 2008. Hann átti sæti í byggingarnefnd Reykjavíkur árin 1974 til 1988 og var formaður
...