Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Nýjasta plata hljómsveitarinnar Nýdanskrar og sú fjórtánda í röðinni, Raunheimar, kemur út föstudaginn 31. janúar. Sveitin blæs til útgáfutónleika í Norðurljósasal Hörpu klukkan 19 sama dag og til aukatónleika klukkan 22.
Sveitin var stofnuð árið 1987 og er í dag skipuð stofnmeðlimunum Birni Jörundi Friðbjörnssyni, Daníel Ágústi Haraldssyni og Ólafi Hólm Einarssyni ásamt Jóni Ólafssyni og Stefáni Hjörleifssyni, sem gengu formlega til liðs við hana árið 1990. Meira en sjö ár eru síðan síðasta plata Nýdanskrar, Á plánetunni jörð, kom út en aldrei hefur liðið lengri tími á milli platna sveitarinnar. Blaðamaður settist niður með forsöngvurunum Birni og Daníel í notalegu bókasafni Hótel Holts þar sem íslensk menningarsaga er alltumlykjandi og nálægðin við
...