Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG fór vel af stað með Evrópuúrvali áhugamanna í golfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær en þá hófst Bonallack Trophy, keppni milli Evrópu og sameiginlegs liðs Asíu og Afríku.
Hann og Svíinn Algot Kleen léku saman í tveimur leikjum en þeir töpuðu fyrst naumlega, 2/1, fyrir mótherjum sínum í fjórmenningi.
Síðan höfðu þeir betur í fjórleik, með 3,5 vinningum gegn 1,5, en annar mótherja þeirra þar var Phichaksn Maichon frá Taílandi sem er í 22. sæti á heimslista áhugakylfinga og efstur Asíubúa.
Gunnlaugur er í 109. sæti á þeim lista og Kleen í 38. sæti.
Fyrsti keppnisdagurinn af þremur var í gær og staðan að honum loknum er 5:5. Í dag er leikið áfram í fjórmenningi
...