Teitur Örn Einarsson, örvhenta skyttan hjá Íslendingaliði Gummersbach í Þýskalandi, er á leið á sitt fjórða stórmót með íslenska landsliðinu í handknattleik síðar í mánuðinum. Fram undan er HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi þar sem Ísland spilar í G-riðli í Zagreb í Króatíu
Skytta Teitur Örn Einarsson, til vinstri, einbeittur fyrir æfingu í Víkinni á dögunum ásamt nokkrum liðsfélögum.
Skytta Teitur Örn Einarsson, til vinstri, einbeittur fyrir æfingu í Víkinni á dögunum ásamt nokkrum liðsfélögum. — Morgunblaðið/Karítas

HM 2025

Gunnar Egill Daníelsson

gunnaregill@mbl.is

Teitur Örn Einarsson, örvhenta skyttan hjá Íslendingaliði Gummersbach í Þýskalandi, er á leið á sitt fjórða stórmót með íslenska landsliðinu í handknattleik síðar í mánuðinum. Fram undan er HM 2025 í Króatíu, Danmörku og Noregi þar sem Ísland spilar í G-riðli í Zagreb í Króatíu.

„Það er alltaf gott að koma hérna í íslenska gallann, vakna í skítakulda og drífa sig á æfingu. Þetta er alltaf geggjað finnst mér.

Það er mikið stolt sem fylgir því að vera í landsliðinu og gasalega gaman að vera með þessum hópi sem er með alla þessa hæfileika. Ég er spenntur og klár í verkefnið,“ sagði Teitur Örn í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska liðsins í Víkinni á þriðjudag.

...