Ólyfjan er eitur, göróttur, hættulegur drykkur. Orðið hefur bæði þekkst í kvenkyni og hvorugkyni. Nú er kvenkynið orðið ofan á: „Mér var byrluð ólyfjan.“ En í Ritmálssafni er skemmtilegt dæmi um hitt, meðal margra, sem enn getur vel átt…
Ólyfjan er eitur, göróttur, hættulegur drykkur. Orðið hefur bæði þekkst í kvenkyni og hvorugkyni. Nú er kvenkynið orðið ofan á: „Mér var byrluð ólyfjan.“ En í Ritmálssafni er skemmtilegt dæmi um hitt, meðal margra, sem enn getur vel átt við: „[Ó]kjör þau af pólitísku ólyfjani af ýmsri tegund, sem unglingar alast nú upp við.“