Borgarleikhúsið Köttur á heitu blikkþaki ★★★½· Eftir Tennessee Williams. Íslensk þýðing: Jón St. Kristjánsson. Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson. Leikmynd og búningar: Erna Mist. Lýsing: Gunnar Hildimar Halldórsson. Hljóðmynd: Þorbjörn Steingrímsson. Leikgervi: Hildur Emilsdóttir. Leikarar: Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Halldór Gylfason, Hákon Jóhannesson, Heiðdís C. Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Sigurður Ingvarsson. Frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins laugardaginn 28. desember 2024.
Maggie og Stóripabbi „Köttur á heitu blikkþaki er meistaraverk. Það kemst þrátt fyrir allt til skila í sýningu Borgarleikhússins að þessu sinni,“ segir í rýni um uppfærsluna í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.
Maggie og Stóripabbi „Köttur á heitu blikkþaki er meistaraverk. Það kemst þrátt fyrir allt til skila í sýningu Borgarleikhússins að þessu sinni,“ segir í rýni um uppfærsluna í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. — Ljósmynd/Hörður Sveinsson

Leiklist

Þorgeir

Tryggvason

Hefði Arthur Miller, skáldbróðir Tennessees Williams og nágranni á efstu hæð bandaríska leikhúspíramídans um miðja síðustu öld, skrifað Kött á heitu blikkþaki hefði Gooper, eldri sonur stórbóndans, sem hefur staðið í skugga yngri bróður síns alla tíð, sennilega verið aðalpersónan. Harmleikur meðaljónsins var alla tíð yrkisefni Millers meðan skipbrot stórfenglegra persóna sem í það minnsta eru mikilmenni í eigin augum voru meira á áhugasviði Williams. Svo hann skilur Gooper og hans frjósömu eiginkonu Mae eftir á kantinum meðan sviðsljósið skín af krafti á hinn gullna en algerlega strandaða yngri bróður, og þó fyrst og fremst á fólkið sem elskar hann: foreldra og eiginkonu.

Williams var líka alla tíð minna upptekinn

...