Sigurður Albertsson var fæddur 30. nóvember 1934 í Ólafsfirði. Hann lést 21. desember 2024 á Hrafnistu í Reykjanesbæ.

Sigurður var sonur þeirra Alberts Aðalsteins Guðmundssonar, f. 27. desember 1910, d. 21. maí 1939, og Elínborgar Sigurðardóttur, f. 19. október 1913, d. 10. júlí 2008.

Sigurður var næstelstur af sex systkinum. Systkini hans eru Gunnar Albertsson, f. 28. nóvember 1933, Olga Albertsdóttir, f. 16. júní 1936, d. 10. janúar 2023, Hrönn Albertsdóttir, f. 3. október 1937, d. 2. október 2002, Alla Berta Albertsdóttir, f. 16. desember 1938, og Mikael Gestur Mikaelsson, f. 20. október 1942.

Sigurður fluttist með móður sinni til Keflavíkur á unglingsárum. Kynntist hann þar eiginkonu sinni Erlendsínu Marín Sigurjónsdóttur, f. 22. júlí 1936, d. 18. mars 2024. Þau giftust 5. október 1957.

...