Skálar Allar tegundir skála, nammiskálar, skrautskálar, prjónaskálar o.s.frv.
Skálar Allar tegundir skála, nammiskálar, skrautskálar, prjónaskálar o.s.frv.

Einar Halldórsson er fæddur 9. janúar 1945 á Sjúkrahúsinu á Ísafirði. Hann bjó með foreldrum sínum á Bæjum á Snæfjallaströnd til tveggja ára aldurs. Flutti þá fjölskyldan í Gunnarsholt á Rangárvöllum og var þar þegar Hekla gaus árið 1947. Þá tók fjölskyldan sig upp og flutti austur á Eiða þar sem faðir hans varð smíðakennari við Alþýðuskólann.

Eftir gagnfræðapróf frá Alþýðuskólanum fór Einar að vinna við smíðar hjá Brúnás á Egilsstöðum. Hann kláraði svo Iðnskólann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í húsgagnasmíði og fékk meistarabréf 2. ágúst 1971.

„Áfram hélt smíðin, ég hitti hana Gerði mína og við fórum að baksa. Fljótlega fengum við lóð á Egilsstöðum, Árskóga 15. Þar böksuðum við við að koma húsi á lóðina og fyrir jólin 1969 fluttum við í húsið óklárað með tvö börn, eins og títt var á þessum árum, eitt herbergi, baðherbergi, eldavél og

...