Skeifusvæðið í Reykjavík og nálæg svæði hafa verið að taka breytingum á undanförnum árum eins og að var stefnt með nýju skipulagi. Eldri atvinnuhús hafa verið rifin og fjölbýlishús risið í þeirra stað, t.d
Nýbygging Fyrstu hugmyndir arkirtekta að húsi á lóðinni Skeifan 13a. Horft er í austurátt. Útlit hússins og yfirbragð kann að breytast á hönnunarferli.
Nýbygging Fyrstu hugmyndir arkirtekta að húsi á lóðinni Skeifan 13a. Horft er í austurátt. Útlit hússins og yfirbragð kann að breytast á hönnunarferli. — Tölvumynd/THG Arkitektar

Baksvið

Sigtryggur Sigtryggsson

sisi@mbl.is

Skeifusvæðið í Reykjavík og nálæg svæði hafa verið að taka breytingum á undanförnum árum eins og að var stefnt með nýju skipulagi.

Eldri atvinnuhús hafa verið rifin og fjölbýlishús risið í þeirra stað, t.d. á Grensásvegi 1. Og frekari áform eru um niðurrif og nýja byggð, eins og fram hefur komið í fréttum hér í Morgunblaðinu.

Ekki er margar óbyggðar lóðir enn að finna á þessu rótgróna svæði. En nú liggur fyrir beiðni hjá skipulagsyfirvöldum að fá að byggja nýtt skrifstofu- og verslunarhús á einni slíkri lóð, Skeifunni 13a.

Þessi lóð er vestan við verslun Jysk, áður Rúmfatalagerinn (Skeifan 13), og skáhallt á móti

...