Rannsóknasetur skapandi greina (RSG) í samstarfi við CCP býður í samtal um skapandi greinar fimmtudaginn 9. janúar klukkan 8:30-10 í húsakynnum CCP á Bjargargötu 1, 102 Reykjavík. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er Skapandi aðferðafræði. Fundurinn verður haldinn á ensku og erindum verður streymt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.
Fyrirlesarar koma frá CCP, Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands. Bergur Finnbogason, listrænn stjórnandi hjá CCP, mun tala um samstarf CCP við ýmsar alþjóðlegar rannsóknastofnanir og hvernig aðferðir leikjageirans hafa nýst þeim.
Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, mun fjalla um mikilvægi félagslegs andrúmslofts, í formi félagslegra töfra, sem hann hefur greint með sjónrænni félagsfræði í bók sinni Sjáum
...