Álfabakkamálið er með hreinum ólíkindum. Fyrirferðarmikilli vörugeymslu var plantað niður þannig að hún skyggir verulega á útsýni íbúa í blokk Búseta þar nokkrum metrum frá.
Varðandi borgarstjórnarmeirihlutann má segja að hvert klúðrið hafi rekið annað í störfum hans. Samráð við borgarbúa hefur verið lítið sem ekkert. Skólamálin í borginni hafa verið í ólestri, svo og dagvistarmál. Eru borgarbúar nokkuð búnir að gleyma braggamálinu? Umhirða og þrif í borginni mætti líka vera betri, svo örfá atriði séu nefnd.
Svona mætti lengi áfram telja. Hér skal skorað á reykvíska kjósendur að veita Sjálfstæðisflokknum brautargengi í kosningu til borgarstjórnar að ári.
Tími er til kominn að skipta út óhæfu liði í borgarstjórnarmeirihlutanum.
...