— AFP/CNP

Leitað var í gær að eftirlifendum eftir jarðskjálftann mikla sem skók Tíbet-hérað í fyrradag. Rúmlega 12.000 manns eru nú að störfum vegna skjálftans. Að minnsta kosti 126 fórust í skjálftanum og 188 til viðbótar slösuðust, en engar nýjar tölur um manntjón var að fá í gær.

Rúmlega 3.600 hús hrundu í skjálftanum og hafa 187 tjaldbúðir verið settar upp fyrir um 46.500 manns að sögn almannavarna í Tíbet-héraði.