Karlalandslið Íslands í handbolta leikur fyrsta leik sinn á árinu í kvöld þegar það mætir Svíum í vináttulandsleik í Kristianstad. Þetta er fyrri leikur þjóðanna, sem búa sig báðar undir heimsmeistaramótið, en þar leikur Ísland fyrsta leik sinn 16. janúar gegn Grænhöfðaeyjum í Zagreb í Króatíu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18, er sýndur beint á RÚV 2 og verður lýst á mbl.is.