— K100/Regína

Handboltagoðsögnin Logi Geirsson spáir Íslandi góðu gengi á heimsmeistaramótinu í handbolta, sem hefst 14. janúar. Ísland er í riðli með Grænhöfðaeyjum, Kúbu og Slóveníu og leikur alla sína leiki í Zagreb, Króatíu. Fyrsti leikur Íslands er gegn Grænhöfðaeyjum 16. janúar.

„Við getum gengið út frá því að vinna fyrstu tvo leikina,“ sagði Logi í samtali við Bolla Má og Þór Bæring í Ísland vaknar. Hann telur að stemningin á mótinu verði óviðjafnanleg en þeir Bolli og Þór ætla til Króatíu í næstu viku.

Nánar um málið á K100.is.