„Hér er allt til sölu nema áfengi,“ segir Stefanía Birgisdóttir, en hún rekur ásamt eiginmanni sínum Olgeiri Hávarðssyni verslunina Bjarnabúð í Bolungarvík. Í Bjarnabúð fæst allt milli himins og jarðar eins og oft var reyndin í gömlu kaupfélögunum á landsbyggðinni
Dóra Ósk Halldórsdóttir
doraosk@mbl.is
„Hér er allt til sölu nema áfengi,“ segir Stefanía Birgisdóttir, en hún rekur ásamt eiginmanni sínum Olgeiri Hávarðssyni verslunina Bjarnabúð í Bolungarvík. Í Bjarnabúð fæst allt milli himins og jarðar eins og oft var reyndin í gömlu kaupfélögunum á landsbyggðinni. Þar er hægt að fá bækur, barnaföt, tískufatnað, leikföng og svo auðvitað matvörur, svo eitthvað sé nefnt. „Við erum líka með opið alla daga nema á jóladag og nýársdag, og á aðfangadag er opið til klukkan 5, svo að
...