Í tilefni af því að hrossaskítur er nú flokkaður með spilliefnum yrkir Jón Jens Kristjánsson: Við lítinn fögnuð er lagt af stað á losunarvöll trú ég hópur stefni í hrúgu á kerru er hrossatað sem hér eftir flokkast sem spilliefni það sem að fyrrum…
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Í tilefni af því að hrossaskítur er nú flokkaður með spilliefnum yrkir Jón Jens Kristjánsson:
Við lítinn fögnuð er lagt af stað
á losunarvöll trú ég hópur stefni
í hrúgu á kerru er hrossatað
sem hér eftir flokkast sem spilliefni
það sem að fyrrum var borið í beð
og bar í sér fjörefnin mörgu og dýru
rétt er nú kallað að raða því með
rafhlöðum, eitri og geymasýru.
Þá Hjörtur Benediktsson:
Algjöra nýjung hér nefni
svo naumlega veit hvert ég stefni
ef skítur
...