Umboðsmaður barna efnir til afmælishátíðar í Kaldalóni í Hörpu í dag, en 30 ár eru liðin frá stofnun embættisins með lögum um það sem tóku gildi 1. janúar árið 1995. Dagskrá hefst kl. 14 með tónlistaratriði og ávörpum Kristrúnar Frostadóttur…
30 Með lögum um embættið, sem tóku gildi 1. janúar árið 1995, varð umboðsmaður barna til. Fjórar konur hafa gegnt embættinu frá stofnun þess.
30 Með lögum um embættið, sem tóku gildi 1. janúar árið 1995, varð umboðsmaður barna til. Fjórar konur hafa gegnt embættinu frá stofnun þess. — Morgunblaðið/Eggert

Umboðsmaður barna efnir til afmælishátíðar í Kaldalóni í Hörpu í dag, en 30 ár eru liðin frá stofnun embættisins með lögum um það sem tóku gildi 1. janúar árið 1995.

Dagskrá hefst kl. 14 með tónlistaratriði og ávörpum Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og Salvarar Nordal, umboðsmanns barna, en þar á eftir verða flutt erindi um verkefni embættisins um mat á áhrifum á börn og barnvæna réttarvörslu. Þá munu fulltrúar úr ráðgjafarhópi umboðsmanns barna halda erindi um fræðslu í skólum um réttindi jaðarsettra hópa og fulltrúar úr barna- og ungmennaráði heimsmarkmiðanna munu kynna sitt starf.

Áhrif á börn verði metin

Aðspurð segir Salvör verkefni embættisins um mat á áhrifum á börn, sem kynnt verður í Kaldalóni í dag, vera leiðbeiningar sem unnar hafi verið fyrir vef og til útdeilingar og miða að því að áhrif á börn séu metin

...