Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna eftir aðeins tvær vikur, kann að ýfa upp mannskap og heilu þjóðirnar bæði fjær og nær, telji hann að það sé óhjákvæmilegt í þeirri andrá. Nú síðast gróf forsetinn tilvonandi upp á ný þekktan áhuga sinn á að fella Grænland og Bandaríkin undir sama hatt eða, eftir atvikum, fella Grænland undir ráðandi ríki. Þegar Trump hafði í fyrra sinnið gegnt forsetaembættinu í þrjú ár, þá vaknaði sama hugmynd eða svipuð hjá honum. Þetta var árið 2019 og kosningar þá fram undan árið á eftir. Þá var mikið undir hjá forsetanum og Grænland því sett í bið, en vangaveltur Trumps í það sinn dugðu þó til þess að móðga í framhjáhlaupi töluvert marga, og þá ekki síst okkar góðu frændur, Dani.
Og nú þegar seinni hálfleikur stendur, og Donald Trump er með gjörunna stöðu og glæsilega, og það frá fyrstu dögum í nóvember, þá fagnaði hann sigri. En Joe Biden, og
...