Það hefur verið einkennilegt að fylgjast með ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins eftir að stefnuyfirlýsing flokkanna var kynnt. Yfirlýsingin er rýr í roðinu og eftir því sem fleiri viðtöl birtast við fulltrúa þessara flokka því meira hugsi verður maður. Þau eru fá og fátækleg svörin þegar spurt er út í hvert planið sé hjá ríkisstjórninni í ríkisfjármálum, gjaldtöku á atvinnulífið, sjávarútvegi og fleiri málum. Engar útfærslur eða leiðir; ekkert. Það er einkennilegt í því ljósi að þessir flokkar hafa setið á Alþingi undanfarin kjörtímabil í stjórnarandstöðu og töluðu mikið, með óljósum hætti þó, um breytingar fyrir síðustu kosningar. Maður skyldi ætla að það væru fleiri svör á reiðum höndum en raun ber vitni nú þegar flokkarnir þrír fá hin langþráðu lyklavöld að Stjórnarráðinu.
Það vakti til dæmis furðu margra þegar ný ríkisstjórn fór strax að úthýsa hlutverki sínu við stjórn
...