Kjartan Magnússon
Nýtt ár er gengið í garð og þjóðin hefur fengið nýja ríkisstjórn.
Sem fyrr snúast hinar stóru pólitísku átakalínur um það hvort auka eigi opinber afskipti eða draga úr þeim. Fyrri vinstristjórnir hafa ætíð beitt sér fyrir auknum ríkisafskiptum ásamt hækkun skatta og þannig skert athafnafrelsi þegnanna. Fylgjendur sósíalísks þjóðskipulags vilja að ríkið hafi stjórn á sem flestum gæðum fólksins og skammti því síðan eftir þörfum.
Ekki fer á milli mála að Samfylkingin er vinstriflokkur og annað verður varla sagt um báða samstarfsflokka hennar í nýrri ríkisstjórn. Ljóst er að stefna Flokks fólksins byggist á stórauknum ríkisútgjöldum og víðtækum opinberum afskiptum.
Viðreisn er miðjuflokkur í orði en á borði hefur ítrekað komið í ljós
...