Upptaka á verkunum „Vape“, „Hringla“ og „COR“ eftir tónskáldið og kontrabassaleikarann Báru Gísladóttur var á dögunum valin ein af fimmtán eftirtektarverðustu upptökum ársins 2024 hjá The New Yorker.
Verkin voru tekin upp í Eldborgarsal Hörpu í byrjun desembermánaðar árið 2023 undir stjórn Evu Ollikainen, aðalhljómsveitarstjóra og listræns stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og gefin út í maímánuði árið 2024.