Slökkviliðsmenn í Los Angeles og nágrenni börðust í gær við þrjá stóra gróðurelda sem herjuðu á úthverfi stórborgarinnar. Miklir vindar geisa nú á svæðinu og hafa þeir gert slökkviliðinu erfitt fyrir að temja eldana þrjá, sem kenndir eru við borgarhverfin Palisades, Hurst og Eaton
Palisades Slökkviliðsþyrla reynir hér að hemja Palisades-eldinn í gær, en mikill vindur ýtti undir útbreiðslu hans.
Palisades Slökkviliðsþyrla reynir hér að hemja Palisades-eldinn í gær, en mikill vindur ýtti undir útbreiðslu hans. — AFP/David Swanson

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Slökkviliðsmenn í Los Angeles og nágrenni börðust í gær við þrjá stóra gróðurelda sem herjuðu á úthverfi stórborgarinnar. Miklir vindar geisa nú á svæðinu og hafa þeir gert slökkviliðinu erfitt fyrir að temja eldana þrjá, sem kenndir eru við borgarhverfin Palisades, Hurst og Eaton. Eru aðstæður sagðar eins slæmar og hugsast gæti, og vöruðu embættismenn við því í gær að ástandið kynni enn að versna á næstu dögum.

Hafa vindhviðurnar mælst á bilinu frá 26-35 m/s og leiddi vindurinn meðal annars til þess að Palisades-eldurinn blossaði skjótt upp. Tók það hann einungis um tuttugu mínútur að stækka úr átta hektara svæði upp í rúmlega 80 hektara að sögn embættismanna í Los Angeles, en fyrst var tilkynnt um eldinn kl. 18.30 í fyrrakvöld að íslenskum tíma. Þakti eldurinn svo tæplega 1.200 hektara

...