Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ætlar ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson, þingmann flokksins og fyrrverandi borgarstjóra. Frægt er orðið þegar hún í kosningabaráttunni sendi mögulegum kjósanda…
Dagur B. Eggertsson
Dagur B. Eggertsson

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ætlar ekki að láta neinn vafa leika á því hvernig hún metur Dag B. Eggertsson, þingmann flokksins og fyrrverandi borgarstjóra.

Frægt er orðið þegar hún í kosningabaráttunni sendi mögulegum kjósanda flokksins þau skilaboð að Dagur yrði alls ekki ráðherra og að hægt væri að strika hann út vildu menn hann ekki á þing. Dagur var í framhaldinu strikaður svo hressilega út að hann lækkaði um sæti á lista flokksins.

Þá kom að ráðherravali og þar hafði Kristrún þrjá stóla að bjóða Degi, en hann fékk engan. Í að minnsta kosti tvo stólanna voru settir þingmenn sem augljóslega hafa minni reynslu en Dagur og útilokað er fyrir formann flokks að segja að séu hæfari, nema Dagur sé alveg ónothæfur að mati formannsins.

Loks fékkst tækifæri til að bæta

...