Afmælishátíð umboðsmanns barna var haldin hátíðleg í Kaldalóni í Hörpu í gær af því tilefni að um áramótin voru 30 ár síðan embættið tók til starfa.
Dagskráin hófst klukkan 14 með erindum fluttum af Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Salvöru Nordal umboðsmanni barna.
Þar á eftir voru flutt erindi um verkefni embættisins varðandi mat á áhrifum á börn og barnvæna réttarvörslu. Einnig voru haldin erindi um fræðslu í skólum um réttindi jaðarsettra hópa.
„Þetta hefði eiginlega ekki getað tekist betur og það var virkilega góð mæting,“ segir Salvör við
...