Tónlistarmaðurinn og handritshöfundurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson tók við Íslensku bjartsýnisverðlaununum 2024 á Kjarvalsstöðum síðdegis í gær. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin
Gleði Hinn fjölhæfi Unnsteinn Manuel tók við Íslensku bjartsýnisverðlaununum á Kjarvalsstöðum í gær.
Gleði Hinn fjölhæfi Unnsteinn Manuel tók við Íslensku bjartsýnisverðlaununum á Kjarvalsstöðum í gær. — Morgunblaðið/Karítas

Ragnheiður Birgisdóttir

ragnheidurb@mbl.is

Tónlistarmaðurinn og handritshöfundurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson tók við Íslensku bjartsýnisverðlaununum 2024 á Kjarvalsstöðum síðdegis í gær. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti verðlaunin. Í samtali við Morgunblaðið segir Unnsteinn það mikinn heiður að hljóta verðlaunin og að hann líti jafnframt á þau sem hvatningu til þess að halda áfram á sömu braut.

Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Rio Tinto á Íslandi, álverið í Straumsvík, hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá árinu 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna.

Dómnefnd skipa Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Sif Gunnarsdóttir og Rannveig Rist en í umsögn hennar segir: „Á ferli sínum hefur Unnsteinn sýnt fram á ótvíræða listræna hæfileika og fjölhæfni og fundið farvegi til þess

...