Úrvalsdeild karla í körfubolta hefur verið einstaklega jöfn í allan vetur en í gærkvöld gliðnaði aðeins bilið á milli liðanna í efri hluta og neðri hluta. Fjögur af fimm efstu liðum deildarinnar unnu leiki sína gegn fjórum af fimm neðstu liðunum og…
Körfuboltinn
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Úrvalsdeild karla í körfubolta hefur verið einstaklega jöfn í allan vetur en í gærkvöld gliðnaði aðeins bilið á milli liðanna í efri hluta og neðri hluta.
Fjögur af fimm efstu liðum deildarinnar unnu leiki sína gegn fjórum af fimm neðstu liðunum og óhætt að segja að allt hafi farið eftir bókinni að þessu sinni en þannig hefur það ekki verið til þessa lengst af í vetur.
Núna skilja sex stig að Njarðvík í þriðja sætinu og ÍR í tíunda sætinu en fyrir skömmu var munurinn þarna á milli aðeins tvö stig. Seinni leikur kvöldsins í kvöld er á milli Þórs og Vals í Þorlákshöfn og þar er spurningin hvort Íslandsmeistarar Vals ná að koma sér nær baráttunni í efri hlutanum.
...