Gunnlaugur Árni Sveinsson og liðsfélagar hans í Evrópuúrvali áhugakylfinga eru jafnir í baráttunni við lið Asíu og Eyjaálfu eftir tvo keppnisdaga af þremur í Bonallack Trophy sem fer fram í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Gunnlaugur Árni lék líkt og í fyrradag með Svíanum Algot Kleen og töpuðu þeir viðureign sinni í fjórmenningi í gær, 4/2, gegn Ahn Minh Nguyen og Kartik Singh.
Asía og Eyjaálfa höfðu að lokum betur í fjórmenningnum, 3:2. Síðar um daginn léku þeir Gunnlaugur og Kleen einnig saman í fjórleik, töpuðu þar sömuleiðis viðureign sinni, 1/0, gegn Hiroshi Tai og Ahn Minh Nguyen, en Evrópa vann samt fjórleikinn, 3:2.
Þar með er staðan hnífjöfn, 10:10, að loknum tveimur keppnisdögum af þremur. Mótinu lýkur í dag með keppni í tvímenningi þar sem allir tólf kylfingarnir í hvoru
...