Vilhjálmur Bjarnason
Ritari hefur lesið marga anga hagfræðinnar en síst er þó kunnátta hans í hegðan neytenda. Þessi angi hagfræðinnar heitir markaðsfræði. Þó lærði ritari einu sinni markaðsfræði og þá varð það tilfinning ritara að neytandinn skipti ekki máli, það var hámörkun hagnaðar framleiðanda sem var mælieiningin. Hámörkun velferðar neytandans var illmælanleg, enda háð huglægu mati.
Mælikvarðar
Þó er til einn mælikvarði á velferð neytanda. Það er mæling á kaupmætti launa. Kaupmáttur er hlutfallsleg mæling á launum og vísitölu neysluverðs og óháður huglægu mati þess sem mælir. Sennilega er það skárri mæling en að spyrja neytendur.
Svör neytenda um eigin líðan eru ávallt á þann veg að fólk hefur það slæmt, enda þótt kaupmáttur launa hafi vaxið um 2% á ári í 30
...