Viðskiptaráð hefur gefið út umsögn við skýrslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem gefin var út í nóvember á síðasta ári og bar heitið ,,Kolefnismarkaðir – áskoranir og tækifæri í íslensku samhengi“
Kostnaður María Guðjónsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs segir það skiljanlegt að reynt sé að greina áskoranir og tækifæri kolefnismarkaða.
Kostnaður María Guðjónsdóttir lögfræðingur Viðskiptaráðs segir það skiljanlegt að reynt sé að greina áskoranir og tækifæri kolefnismarkaða.

Viðskiptaráð hefur gefið út umsögn við skýrslu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins sem gefin var út í nóvember á síðasta ári og bar heitið ,,Kolefnismarkaðir – áskoranir og tækifæri í íslensku samhengi“.

Skýrslan hefur það að markmiði að styðja við þróun kolefnismarkaða á Íslandi og auðvelda hagaðilum að nýta þau tækifæri sem kolefnismarkaðir bjóða upp á. Í henni er jafnframt að finna ýmsar tillögur, sem dæmi að íslensk stjórnvöld móti stefnu um þátttöku í alþjóðlegum kolefnismörkuðum og bætt umgjörð og regluverk í viðskiptum með kolefniseiningar.

Í skýrslunni er sérstaklega farið yfir stöðu kolefnismarkaða hér á landi og fjallað um hvort íslensk stjórnvöld gætu nýtt sér kolefnismarkaði til að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. Kemur fram í orðalagi skýrslunnar að meginþungi hennar sé lagður á

...